Bananasplitt með heitri íssósu⌑ Samstarf ⌑
heit íssósa

Við elskum heitar íssósur og þessi hér er undur ljúffeng! Það er síðan einfalt að útbúa bananasplitt heima og að setja vel af heitri íssósu yfir slíkt er algjör lúxus!

Namm!

bananasplit

Bananasplitt með heitri íssósu

Íssósa uppskrift

 • 100 g Síríus Pralín með karamellufyllingu
 • 100 g Síríus Pralín með bananafyllingu
 • 70 ml rjómi

 • Bræðið allt saman í potti þar til kekkjalaust.
 • Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og sósunni að þykkna og njótið síðan með hinum ýmsu ísréttum. Hægt er að geyma sósuna í lokuðu íláti í ísskáp og hita upp að nýju í örbylgjuofni síðar.

Bananasplitt

2 stykki

 • 2 stórir bananar
 • 2 kúlur vanilluís
 • 2 kúlur jarðarberjaís
 • 2 kúlur súkkulaðiís
 • Nóakropp
 • Síríus súkkulaðiperlur
 • 200 ml þeyttur rjómi
 • 6 niðursoðin kirsuber
 1. Skerið bananana í tvennt eftir þeim endilöngum, komið fyrir á disk/skál og setjið ískúlurnar á milli helminganna.
 2. Setjið vel af heitri íssósu á kúlurnar og á milli þeirra og skreytið síðan með Nóakroppi, Síríus súkkulaðiperlum, þeyttum rjóma og kirsuberjum og njótið!
heit íssósa

Pralín súkkulaðið er fullkomið í heita íssósu!

heit súkkulaðisósa

Mmm….

hvernig á að gera bananasplitt

Fljótlegt og ljúffengt!

heimagert bananasplitt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun