Kjötlaus BBQ borgari⌑ Samstarf ⌑
Kjötlaus máltíð hugmynd

Hér er á ferðinni brjálæðislega góður og djúsí BBQ borgari þar sem ég notaði „Pulled Beans“ frá Halsans Kök í staðinn fyrir kjöt. Ég er aðeins búin að vera að vinna með þessar vörur undanfarna mánuði og þær koma alltaf svo skemmtilega á óvart. Það er mun einfaldara en maður heldur að skipta út kjötmeti án þess að verða fyrir vonbrigðum eins og í þessu tilfelli hér!

Baunaborgari með bbq

Kjötlaus BBQ borgari

Uppskrift dugar í 4 borgara

 • 4 hamborgarabrauð
 • 2 pakkar Halsans kök pulled beans
 • 4 msk bbq sósa að eigin vali
 • Kál
 • Rauðlaukur
 • Kóríander
 • Majónes
 • Ólífuolía til steikingar
 • Salt og pipar
 • Sætkartöflu franskar

 • Hitið franskarnar í ofni og undirbúið borgarana á meðan.
 • Steikið „pulled beans“ upp úr ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk. Bætið bbq sósunni á pönnuna í lokin og hitið saman á vægum hita á meðan þið undirbúið brauð og grænmeti.
 • Steikið brauðin á pönnunni, smyrjið bæði brauðin með majónesi og raðið grænmeti og vel af „pulled beans“ á milli.
 • Njótið með sætkartöflufrönskum.
Halsans kök borgari

Mæli sannarlega með því að þið prófið! Það sem er síðan svo gott við þessar vörur að þær eru frystivara og eldaðar beint úr frystinum svo eldamennskan tekur enga stund!

BBQ borgari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun