Jólahnetur og bjór = jólabjórhnetur….eða svona næstum því, hahaha! Hér eru á ferðinni guðdómlegar hnetur sem búið er að hjúpa í sykri, kanil og rósmarín. Þannig fá þær jólalegt yfirbragð og fara einstaklega vel með ískaldri Stellu!

Jólabjórhnetur
- 500 g heilar kasjúhnetur (ósaltaðar)
- 100 ml vatn
- 250 g sykur
- 2 tsk. rósmarín (þurrkað)
- ½ tsk. kanill
- 1 tsk. sjávarsalt
- Hitið ofninn í 175°C.
- Hellið vatni og sykri á pönnu og leyfið hitanum að koma upp.
- Blandið þá hnetunum saman við ásamt kanil og rósmarín og hitið á meðalháum hita í um 15 mínútur, eða þar til allur vökvi er gufaður upp og eftir standa hnetur í sykurkristöllum. Mikilvægt er að hræra reglulega í á meðan til að hneturnar brenni ekki við.
- Hellið hnetunum þá yfir á bökunarplötu, íklædda bökunarpappír, stráið sjávarsaltinu yfir og bakið í ofninum í um 20 mínútur. Snúið eftir 10 mínútur.
- Kælið og njótið!

Fullkomin tvenna til að bjóða upp á á aðventunni!
