Smákökur á núlleinni



⌑ Samstarf ⌑
Ljúffengar smákökur

Finnst þér þú vera að missa af jólalestinni og ekki með nægan tíma til að baka eins og allir hinir? Ef svo er skaltu lesa lengra…..já og reyndar bara allir sem hafa gaman af einföldum bakstri!

Tilbúið deig í jólasmákökurnar

Smákökur á núlleinni

Samtals 36 stykki

  • 1 pakki lakkrísbitakökur (deig) frá Frón
  • 1 pakki súkkulaðibitakökur (deig) frá Frón
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 200 g hvítt súkkulaði
  • Mulinn jólabrjóstsykur
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið hverja deigrúllu í 6 hluta, pressið aðeins niður með lófanum og mótið hringinn utan um með fingrunum.
  3. Raðið á bökunarplötu og bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara aðeins að gyllast.
  4. Kælið kökurnar og bræðið næst súkkulaðið í sitthvorri skálinni.
  5. Dýfið kældum smákökum í brætt súkkulaði, skafið umfram súkkulaði af botninum og raðið á bökunarplötuna. Stráið muldum brjóstsykri yfir áður en súkkulaðið harðnar.
Tilbúið smákökudeig frá Frón

Það þarf nefnilega ekki alltaf að vera flókið. Það MÁ kaupa tilbúið deig og hafa kósý með fjölskyldunni og fá góðan kökuilm í húsið. Síðan má sannarlega leika sér með skraut á slíkar kökur eftir hentugleika.

VIDEO á Instagram

Hér erum við aðeins búin að jóla upp lakkrísbitakökur og súkkulaðibitakökur frá Frón og útkoman varð svona líka ljúffeng!

Jólasmákökur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun