Jólamolar með karamellu



⌑ Samstarf ⌑
Fullkomið jólagott

Það er frábært að hafa fjölbreyttan jólabakstur og það má gera ýmislegt annað en hefðbundnar smákökur í þeim efnum. Þessir jólamolar eru alveg guðdómlegir og þá þarf ekki einu sinni að baka! Uppskriftin er ofureinföld og gott að njóta molanna nú í desember. Það er lítið mál að frysta hluta af þeim og taka síðan nokkra úr frystinum þegar góða gesti ber að garði.

Rice Krispies gott

Jólamolar með karamellu

  • 200 g Dumle Original karamellur
  • 200 g Dumle Polka piparmyntukaramellur
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 80 g smjör
  • 200 g lakkrískurl
  • 100 g Rice Krispies
  • Mulinn piparmyntubrjóstsykur
  1. Setjið karamellur, súkkulaði og smjör í pott og bræðið við meðalháan hita þar til allt er bráðið saman.
  2. Takið af hellunni og blandið lakkrískurli og Rice Krispies saman við með sleikju.
  3. Setjið bökunarpappír í ferkantað kökumót/eldfast mót, dreifið jafnt úr blöndunni og stráið muldum brjóstsykur yfir.
  4. Kælið og skerið niður í litla bita.
Dumle í jólabaksturinn

Þessi uppskrift er alveg brjálæðislega góð, ég er að segja ykkur það! NAMM!!!

Það er síðan auðvelt að skreyta molana með einhverju öðru eftir mismunandi tilefni, til dæmis kökuskrauti eða öðru slíku.

Gotterí fyrir jólin

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun