Marengstoppar í öllum stærðum og gerðum er eitthvað sem fylgir jólabakstrinum. Það er endalaust hægt að leika sér með hráefni og hér eru púðursykurstoppar með heslihnetum, stökkir og góðir!

Marengstoppar eru eitt það einfaldasta sem hægt er að baka fyrir jólin svo einn, tveir og af stað inn í eldhús!

Heslihnetutoppar
- 4 eggjahvítur
- ½ tsk. Cream of tartar
- ½ tsk. kanill
- ¼ tsk. salt
- 170 g púðursykur
- 120 g Til hamingju hakkaðar heslihnetur
- Hitið ofninn í 120°C.
- Setjið eggjahvítur, Cream of tartar, kanil og salt í hrærivélaskálina og þeytið í örfáar mínútur á meðalhraða.
- Bætið þá púðursykrinum saman við í litlum skömmtum og þeytið vel á milli, þeytið þar til topparnir halda sér.
- Blandið að lokum hökkuðum heslihnetum saman við með sleif.
- Setjið blönduna í sprautupoka með stórum hringlaga stút eða setjið væna teskeið af blöndu á bökunarplötu íklædda bökunarpappír (þið þurfið 2 bökunarplötur).
- Bakið í eina klukkustund og leyfið að kólna með ofninum.

Mmmmm…..
