Salat með ostakurli



⌑ Samstarf ⌑
Sesarsalat með kjúklingi

Hver sagði það þyrftu að vera brauðteningar í lúxus sesarsalati? Enginn! Það er nefnilega geggjað að hafa poppað ostakurl og þetta er uppskrift sem þið verðið að prófa!

Hollt og gott salat með kjúklingi

Jömmí, eruð þið að sjá hvað þetta er girnilegt!

Salat með ostakurli

Salat með ostakurli

Fyrir um 2 manns

  • 2 kjúklingabringur
  • 1 lítill salathaus (t.d romaine)
  • 1 avókadó
  • 1 box kirsuberjatómatar
  • 6 sneiðar beikon (stökkt)
  • Grettir ostur (rifinn gróft)
  • Kría ostakurl
  • 2 egg (harðsoðin)
  • Salatdressing (tilbúin)
  • Kjúklingakrydd
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Steikið kjúklingabringurnar upp úr ólífuolíu stutta stund á hvorri hlið, kryddið vel með kjúklingakryddi og færið yfir í eldfast mót. Eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur og leyfið þeim síðan að hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið þær niður.
  2. Skerið salat, avókadó og kirsuberjatómata niður, blandið létt saman í skál og setjið smá salatdressingu yfir allt. Ég keypti bara tilbúna Ceasar salat dressingu en þið megið að sjálfsögðu nota hvað sem þið viljið í þessum efnum.
  3. Saxið beikonið næst niður og dreifið yfir salatið, leggið kjúklinginn ofan á, rífið Gretti og setjið meiri salatdressingu eftir smekk.
  4. Skerið eggið niður og setjið ofan á salatið.
  5. Toppið loks með Kríu cheddarostakurli!
Kría poppað ostakurl á salatið

Þetta cheddar ostakurl er virkilega gott á salat og ég hlakka til að prófa það í fleiri uppskriftir!

Goðdalir Grettir á salatið

Grettir osturinn passar síðan fullkomlega með ostakurlinu í þetta djúsí salat, namm!

Kjúklingasalat uppskrift

Mmmm……

Hollar kvöldmataruppskriftir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun