Hrekkjavöku ostabakki



⌑ Samstarf ⌑
ostabakki fyrir hrekkjavöku

Það er svo gaman að útbúa þemaveitingar fyrri hrekkjavökuna. Það þarf sannarlega ekki alltaf að vera flókið og allt sem er á þessum bakka var einfalt og fljótlegt að útbúa.

Hrekkjavaka hugmyndir

Þessi innbakaði ostur var dásamlegur með chillisultu og kexi!

hrekkjavaka hugmyndir

Hrekkjavöku ostabakki

  • Innbökuð múmía (sjá uppskrift að neðan)
  • Mozzarella kúlur með augu (svört ólífusneið + sykurauga)
  • Chillisulta
  • Kex að eigin vali
  • Vínber
  • Eldstafir
  • Salami
  • Gulrætur í strimlum
  • Mandarína dulbúin sem grasker
  • Wasabi hnetur
  • Japanskt mix
  • Súkkulaðihjúpuð trönuber
  • Lítil skrautgrasker til skrauts (má sleppa)

Innbökuð múmía

  • Höfðingi ostur
  • Smá pizzadeig (keypt tilbúið)
  • Svartar ólífusneiðar
  • Sykuraugu
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið pizzadeig í strimla. Ég keypti upprúllað tilbúið deig og notaði hluta af því.
  3. Raðið yfir ostinn til að búa til múmíu og rennið deiginu aðeins undir ostinn, færið yfir í eldfast mót.
  4. Bakið í 12 mínútur og setjið síðan augun á með því að setja svarta ólífusneið og síðan sykurauga ofan á hana.
Hrekkjavaka matur

Höfðingi er aðeins ílangur svo það er tilvalið að útbúa úr honum múmíu!

Einfaldar veitingar fyrir hrekkjavökuna

Mozzarellakúlur með ólífuaugu eru frekar hræðilegar, hahaha!

Hrekkjavöku ostabakki

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun