Það er svo gaman að útbúa þemaveitingar fyrri hrekkjavökuna. Það þarf sannarlega ekki alltaf að vera flókið og allt sem er á þessum bakka var einfalt og fljótlegt að útbúa.

Þessi innbakaði ostur var dásamlegur með chillisultu og kexi!

Hrekkjavöku ostabakki
- Innbökuð múmía (sjá uppskrift að neðan)
- Mozzarella kúlur með augu (svört ólífusneið + sykurauga)
- Chillisulta
- Kex að eigin vali
- Vínber
- Eldstafir
- Salami
- Gulrætur í strimlum
- Mandarína dulbúin sem grasker
- Wasabi hnetur
- Japanskt mix
- Súkkulaðihjúpuð trönuber
- Lítil skrautgrasker til skrauts (má sleppa)
Innbökuð múmía
- Höfðingi ostur
- Smá pizzadeig (keypt tilbúið)
- Svartar ólífusneiðar
- Sykuraugu
- Hitið ofninn í 180°C.
- Skerið pizzadeig í strimla. Ég keypti upprúllað tilbúið deig og notaði hluta af því.
- Raðið yfir ostinn til að búa til múmíu og rennið deiginu aðeins undir ostinn, færið yfir í eldfast mót.
- Bakið í 12 mínútur og setjið síðan augun á með því að setja svarta ólífusneið og síðan sykurauga ofan á hana.

Höfðingi er aðeins ílangur svo það er tilvalið að útbúa úr honum múmíu!

Mozzarellakúlur með ólífuaugu eru frekar hræðilegar, hahaha!
