Sérrímús



⌑ Samstarf ⌑
Jóladessert

Þessa undursamlegu sérrímús útbjó ég á dögunum fyrir jólablað Húsgagnahallarinnar. Ég elska súkkulaðimús eins og þið hafið væntanlega tekið eftir og held ég geti gert óteljandi útfærslur af slíkri. Amma Guðrún gerði alltaf sérrí triffle og er makkarónubotninn hugmynd þaðan.

sérrí súkkulaðimús

Útkoman var alveg stórkostleg og ég mæli með því að þið prófið þessa!

súkkulaðimús með sérrí

Súkkulaðimús með sérrí

Uppskrift dugar í um 8 glös/skálar

Botn

  • 150 g makkarónur
  • 50 ml Harveys Bristol Cream sérrí
  1. Myljið makkarónurnar gróft niður og setjið í stóra skál.
  2. Hellið sérrí yfir og blandið saman, skiptið niður í glösin.

Súkkulaðimús uppskrift

  • 400 g suðusúkkulaði
  • 100 g smjör
  • 4 egg
  • 500 ml léttþeyttur rjómi
  1. Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði þar til slétt og fallegt. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að standa í að minnsta kosti 5 mínútur til að hitinn rjúki aðeins úr, hrærið reglulega í á meðan.
  2. Pískið eggin saman í skál og blandið saman við í nokkrum skömmtum, pískið vel saman á milli.
  3. Blandið næst um 1/3 af rjómanum saman við súkkulaðiblönduna varlega með sleikju.
  4. Blandið því næst restinni af rjómanum saman við á sama hátt þar til slétt og falleg ljósbrún súkkulaðimús hefur myndast.
  5. Skiptið niður í glösin og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt. Gott er að plasta músina ef hún er kæld yfir nótt.

Toppur

  • 500 ml þeyttur rjómi
  • Muldar makkarónur
  • Saxað suðusúkkulaði
  • Fersk blóm (má sleppa)
  1. Setjið væna slettu af rjóma í hvert glas og stráið muldum makkarónum og söxuðu suðusúkkulaði yfir til skrauts.
  2. Fallegt er síðan að skreyta glösin með ferskum blómum en það er smekksatriði.
Sérrí í eftirréttinn

Sérrí minnir mig líka á ömmu því þetta var eitt af því sem hún átti alltaf inn í skáp, hvort sem það var til að fá sér eitt og eitt staup eða til þess að nota í eftirrétti.

Súkkulaðimús

Mmmmm…..

Dessert með sérrí

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun