Pizzasnúðar



⌑ Samstarf ⌑
Heimagerðir pizzasnúðar

Hér kemur frábær uppskrift úr bókinni Börnin baka sem ég get lofað ykkur að allir munu elska!

Pizzasnúðar

Hér voru pizzasnúðar útfærðir úr uppskrift af pizzadeigi. Útkoman var alveg dásamleg og nokkuð er ljóst að þessir snúðar verða bakaðir á þessu heimili reglulega í framtíðinni. Þeir voru mjúkir og ljúffengir og kláruðust ansi hratt.

Myndband sem sýnir hvernig best er að útbúa þessa dásemdar snúða.

Heimagerðir pizzasnúðar

Pizzasnúðar uppskrift

Uppskrift dugar í um 20-24 snúða

Deig

  • 660 g hveiti
  • 1 msk. sykur
  • 2 tsk. salt
  • 1 pk. þurrger (11,8 g)
  • 400 ml volgt vatn
  • 2 msk. ólífuolía
  1. Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
  3. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 klukkustund.
  4. Fletjið deigið næst út í um 40 x 50 cm rétthyrning og takið til álegg og sósu.

Álegg og sósa

  • Hunts pizzasósa
  • 100 g skinka
  • 50 g pepperoni
  • 100 g rifinn Cheddar ostur
  • 100 g rifinn Mozzarella ostur
  • Oregano krydd
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Fletjið deigið út (c.a 30 x 40 cm).
  3. Smyrjið pizzasósu yfir deigið.
  4. Skerið skinku og pepperoni smátt niður og dreifið jafnt yfir deigið ásamt ostinum.
  5. Stráið smá oregano kryddi yfir allt, rúllið upp og skerið niður í um 20-24 snúða.
  6. Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í um 18-20 mínútur eða þar til snúðarnir fara að gyllast.  
barnvænar uppskriftir

Duglega stelpan mín sem útbjó uppskriftir í heila bók!

Hunts pizzasósa

Hunts pizzasósan er okkar uppáhald og hana er svo einfalt og gott að nota.

Pizzasnúðar uppskrift

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun