Hátíðarhringur



⌑ Samstarf ⌑
hvað á að hafa í matinn?

Hér er á ferðinni virkilega jólalegur og ljúffengur ostapinnahringur sem er einfalt að útbúa. Það má auðvitað raða því sem hugurinn girnist á pinnana en hér kemur hugmynd frá mér sem sló í gegn í jólaboði um daginn.

Einfaldar uppskriftir

Rauðvín og ostar, það er fátt betra á aðventunni!

Mmmm…..hversu girnilegt!

jólahlaðborð uppskriftir

Hátíðarhringur

  • Hindber 1 askja
  • Brómber 1 askja
  • Vínber græn
  • Marineruð hvítlauksrif (fást t.d í Krónunni)
  • Ólífur
  • Bónda brie x 3
  • Dóri sterki 1 pk
  • Salami
  • Hráskinka
  • Langir tannstönglar/aðrir kokteilpinnar
  • Ferskt rósmarín
  1. Skerið hvern brie ost í 8 bita.
  2. Skerið ostsneiðarnar í 3 hluta og rúllið hverjum upp.
  3. Rúllið salamisneiðum upp/brjótið saman.
  4. Rúllið hráskinkusneiðum upp/brjótið saman (skerið hverja í tvennt nema þið séuð með litlar sneiðar).
  5. Raðið saman fjölbreyttum pinnum!
  6. Raðið pinnunum síðan saman í hring og stingið rósmaríni hér og þar í hringinn til að skreyta.
Muga Reserva rauðvín með ostunum

Muga rauðvínið er undursamlegt með góðum ostum!

ostapinnar í veislu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun