Súkkulaðisamlokur⌑ Samstarf ⌑
súkkulaðisamlokur

Mig langaði svo að útbúa aðeins öðruvísi „smákökur“ og fór aðeins að skoða hvað gæti verið sniðugt í þeim efnum. Ég datt inn á þessa uppskrift á Apple Cake Annie og útfærði hana aðeins eftir mínu höfði og hér er hún komin fyrir ykkur að prófa! Ég bauð upp á þessar í jólaboði á laugardaginn og setti smá video inn á Instagram af hlaðborðinu og ég ætla ekki að segja hversu margir spurðu hvar uppskriftin af þessum brúnu samlokukökum væri svo ég gat ekki beðið lengur með að setja hana hingað fyrir ykkur!

samlokukökur með nutellakremi

Virkilega skemmtileg og öðruvísi „smákaka“ sem er í raun brownie kaka með súkkulaði- og heslihnetukremi, NAMM með stóru N-i!

samlokusmákökur

Súkkulaðisamlokur

16-20 samlokur

Kökur uppskrift

 • 320 g dökkt súkkulaði
 • 70 g smjör
 • 3 egg
 • 150 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1 msk.ljós matarolía
 • 120 g hveiti
 • 20 g Cadbury bökunarkakó
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ½ tsk. salt
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði og leyfið hitanum síðan að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.
 3. Þeytið saman egg og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
 4. Bætið þá matarolíunni og vanilludropunum saman við og þeytið áfram.
 5. Næst má súkkulaðiblandan fara varlega saman við og hrærið þar til slétt og fallegt.
 6. Að lokum má síðan setja þurrefnin saman við og hræra rólega þar til allt er blandað vel saman, þetta má einnig gera með sleikju.
 7. Leyfið deiginu að standa við stofuhita í um 15 mínútur áður en þið útbúið kökurnar sjálfar. Þetta er gert til þess að deigið þykkni og auðveldara verði að útbúa úr því kúlur.
 8. Skiptið næst deiginu niður á 4 bökunarplötur íklæddar bökunarpappír og setjið um 2 tsk. af deigi fyrir hverja köku og hafið gott bil á milli. Ég notaði mini-ísskeið en vel er hægt að nota bara skeið, reynið bara að hafa deigið eins kúlulaga og hægt er.
 9. Bakið næst í um 10 mínútur og þegar kökurnar koma úr ofninum er gott að setja glas á hvolf yfir þær og jafna þær eins og hægt er til að þær verði hringlaga.
 10. Kælið alveg áður en þið setjið kremið á milli.

Krem og samsetning

 • 140 g So Vegan So Fine súkkulaði- og hnetusmjör
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 220 g flórsykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 50 g rjómi
 1. Setjið allt í hrærivélarskálina og þeytið þar til ljóst og létt krem hefur myndast.
 2. Parið kökurnar saman tvær og tvær saman.
 3. Setjið kremið í sprautupoka og notið stóran stjörnustút (ég notaði 1M frá Wilton) til að sprauta kreminu á.
 4. Klemmið síðan hina kökuna ofan á og kælið fram að notkun.
So Vegan So Fine súkkulaðismjör

So Vegan So Fine súkkulaði- og hnetusmjörið er undursamlegt og hvort sem að maður er vegan eða ekki! Smyrjurnar fást í Hagkaup og Fjarðarkaup.

súkkulaði- og heslihnetukrem

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun