Roastbeef brauðterta



⌑ Samstarf ⌑
góð brauðterta uppskrift

Brauðtertur eru sívinsælar og merkilegt að maður geri þær ekki oftar miðað við hvað allir eru sjúkir í þær þegar þær eru í boði!

roastbeef brauðterta

Margir eru að vinna með nautalund á áramótunum og oftar en ekki er afgangur af slíkri. Ég elska að gera eitthvað sniðugt með slíka afganga og því ekki að færa roastbeef brauðsneiðina á næsta level og gera úr henni tertu!

Besta brauðterta í heimi

Það fengu nokkrir smakk af þessari dásemd og Lukka vinkona mín sem er ókrýnd ungfrú Majónes sagði þetta bestu brauðtertu sem hún hefði smakkað í lífi sínu svo……það segir allt sem segja þarf!

brauðterta fyrir áramótapartýið

Roastbeef brauðterta

  • 1 rúllutertubrauð (fínt)
  • Heimagert remúlaði (sjá uppskrift hér að neðan)
  • 250 g nautalund (skorin í litla bita) + þunnar sneiðar til skrauts
  • 5 harðsoðin egg
  • 4 msk. súrar gúrkur (saxaðar)
  • 12 msk. steiktur laukur + meira til að þekja hliðarnar
  • Agúrkusneiðar og timian til skrauts
  1. Affrystið rúllutertubrauðið og notið botninn úr 15 cm smelluformi til að gera 4 heila brauðhringi og tvo hálfa (samtals 5 brauðhringi).
  2. Setjið næst smelluhringinn (ekki botninn) á lítinn kökudisk og byrjið að stafla brauðtertunni inn í hann.
  3. Fyrst fer einn brauðhringur, næst vel af remúlaði (magn er smekksatriði), fjórðungur af niðurskorna nautakjötinu, eitt harðsoðið egg (í sneiðum), 1 msk. súrar gúrkur og um 3 msk. steiktur laukur.
  4. Endurtakið síðan 3 x og lokið síðan tertunni með heilum brauðhring.
  5. Þá má smyrja alla tertuna að utan með örþunnu lagi af remúlaði (gott að nota lítinn kremspaða).
  6. Setjið síðan vel af steiktum lauk í lófann og rennið lófanum upp hliðarnar á tertunni svo þær þekist af lauk og aðeins upp á tertuna sjálfa (svo það komi lauk-kantur á toppnum).
  7. Skreytið síðan að vild með þunnum nautakjötssneiðum, harðsoðnu eggi, agúrkusneiðum og timian.

Heimagert remúlaði

  • 320 g Hellmann‘s majónes
  • 100 g sýrður rjómi
  • 120 g Dijon sinnep
  • 40 g súrar gúrkur (smátt saxaðar)
  • 1 tsk. karrý
  • Salt og pipar
  1. Pískið allt saman og smakkið til með salti og pipar.
  2. Geymið í kæli fram að notkun.
Hellmann's majónes í brauðtertuna

Hellmann’s er fullkomið fyrir brauðtertur og við elskum að útbúa slíkar!

áramótamatur hugmyndir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun