Heilsteikt nautalund og hátíðar kartöflusalat



⌑ Samstarf ⌑
nautalund í ofni eldunaraðferð

Áramótin nálgast og margir sem bjóða upp á nautakjöt! Við höfum oft haft nautakjöt og svo stundum bæði kalkún og nautalund í bland, bara eftir því hvernig stuði við erum í!

heilsteikt nautalund

Eldamennskan þarf ekki alltaf að vera flókin með mörgum tegundum af meðlæti og þessi máltíð sannar það algjörlega!

kartöflusalat

Hátíðlegt kartöflusalat er algjörlega dásamlegt, heilsteikt nautalund og trufflumajónes er allt sem þarf! Síðan að sjálfsögðu getið þið bætt við óskameðlæti ef ykkur langar í, kannski eins og beikonvöfðum aspas sem er algjört sælgæti!

trufflumajónes

Heilsteikt nautalund og hátíðar kartöflusalat

Fyrir um 4 manns

Heilsteikt nautalund eldun

  • Um 1 kg nautalund (Danish Crown frá Kjötkompaní)
  • Olífuolía og smjör til steikingar
  • Salt, pipar og gott steikarkrydd
  1. Hitið ofninn í 220°C.
  2. Brúnið lundina á pönnu upp úr blöndu af olíu og smjöri stutta stund allan hringinn.
  3. Færið yfir í ofnskúffu og klárið eldun í ofninum þar til æskilegum kjarnhita er náð (við tökum hana yfirleitt út í 52-54°C en þetta er smekksatriði).
  4. Leyfið steikinni að standa í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið hana í sneiðar.
  5. Berið fram með kartöflusalati og trufflumajónesi (sjá uppskriftir hér að neðan).

Hátíðar kartöflusalat

  • Um 800 g soðnar kartöflur (niðurskornar)
  • 80 g Til hamingju pekanhnetur (saxaðar)
  • 60 g Til hamingju graskersfræ
  • 60 g Til hamingju þurrkuð trönuber (söxuð)
  • 80 g blaðlaukur (saxaður)
  • 300 g Hellmann‘s majónes
  • 2 msk. Dijon sinnep
  • 2 msk. hunang
  • 1 tsk. timian (saxað)
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Setjið kartöflur, pekanhnetur, graskersfræ, trönuber og blaðlauk saman í skál.
  2. Pískið majónes,  sinnep og hunang saman og hellið yfir allt saman ásamt timian.
  3. Blandið öllu varlega saman með sleikju og smakkið til með salti og pipar.
  4. Geymið í kæli fram að notkun.

Trufflumajónes

  • 160 g Hellmann‘s majónes
  • 1 rifið hvítlauksrif
  • 2 msk. truffluolía
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
hellmann's majónes í kartöflusalatið

Hellmann’s klikkar ekki frekar en fyrri daginn!

heilsteikt nautalund í ofni

Mmm…..

hátíðar kartöflusalat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun