Regnbogakökur⌑ Samstarf ⌑
krakka bollakökur

Krakkar elska allt sem er litríkt og fallegt. Ekki skemmir fyrir þegar það er undur ljúffengt á sama tíma líkt og þessar vanillu bollakökur. Það má að sjálfsögðu setja krem á þær en okkur þykja þær fullkomnar svona einar og sér!

Regnbogakökur

Elín Heiða dóttir mín gerði þessa uppskrift fyrir bókina „Börnin baka“ og þetta eru kökur sem allir krakkar ráða við að gera.

Hér er bæði verið að föndra og baka á sama tíma myndi ég segja!

bollakökur fyrir börn

Regnbogakökur

12-15 stykki

 • 1 x Betty Crocker Vanilla Cake Mix
 • 3 egg
 • 90 ml ljós matarolía
 • 180 ml vatn
 • 2- 6 matarlitir
 1. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
 2. Bætið kökuduftinu saman við og hrærið áfram í nokkrar mínútur.
 3. Skiptið deiginu niður í 2-6 skálar eftir því hversu marga liti þið ætlið að nota.
 4. Litið hvern hluta með matarlit og setjið í sprautupoka/zip lock poka og klippið gat á endann.
 5. Setjið bollaköku pappaform í álform og skiptið fyrsta litnum niður í formin.
 6. Setjið síðan næsta lit í miðjuna á honum og koll af kolli þar til allt deigið er búið.
 7. Bakið síðan við 160° C í um 16-20 mínútur og leyfið kökunum síðan að kólna aðeins áður en þeirra er notið.
Betty crocker vanillu kökumix

Æj síðan er bara rúmt ár síðan við vorum að gera þessa bók en mikið sem dúllan mín hefur stækkað og þroskast, já og líka „photo-bombarinn“! Tíminn krakkar!

vanillu bollakökur
Bollakökur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun