Skinkuhorn



bestu skinkuhornin

hvernig bakar maður skinkuhorn

Í dag var veðrið yndislegt, stelpurnar voru að renna á snjóþotum í brekkunni hér bakvið hús með vinkonum sínum í allan dag og því tilvalið að baka eitthvað ofaní mannskapinn.

Þegar ég kallaði á þær í kaffi heimtuðu þær að fá að borða úti og ég færði þeim nýbökuð skinkuhorn, mjólkurglös og bollakökur sem þær skreyttu sjálfar í gær. Það var því dýrindis veisla í snjónum og sólinni og svo héldu þær áfram að renna sér. Skinkuhornin runnu ljúflega niður og eru auðvitað langbest svona beint úr ofninum. Annars er líka gott ráð að frysta þau og hita svo upp nokkur reglulega þegar ykkur langar í „nýbökuð“ horn.

skinkuhorn uppskrift

Ég smakkaði þessi skinkuhorn fyrir nokkrum árum hjá Lukku vinkonu minni og hef bakað þau óteljandi oft síðan. Ég hef ekki leitað eftir annarri uppskrift því þessi er einfaldlega svo góð og einföld að mér þykir þess ekki þurfa.

Skinkuhorn – uppskrift

100 g smörlíki
1/2 l mjólk
1 pk þurrger
60 g sykur
1/2 tsk salt
800 g hveiti
2 pakkar skinkumyrja
Nokkrar ostsneiðar (c.a 1/5 sneið í hvert horn)
sesamfræ (til að setja ofan á)

1. Setjið öll þurrefnin saman í skál nema þurrgerið.

2. Bræðið smjörlíkið og hellið mjólkinni útí og velgjið hana upp, varist að hita ekki of mikið. Setjið gerið útí mjólkurblönduna og látið standa í um 5 mínútur.

3. Hellið mjólkurblöndunni saman við þurrefnin og hnoðið í hrærivélinni með „króknum“ eða í höndunum.

4. Látið hefast í um 30-45 mínútur með rakan klút yfir skálinni.

5. Skiptið deiginu í 6-7 hluta og fletjið hvern út eins og litla pizzu. Skerið hringinn svo niður í 8 sneiðar, setjið skinkumyrju og smá ost á hverja sneið. Rúllið upp og setjið á bökunarpappír. Gott er að snúa aðeins upp á endana svo fyllingin leki síður út.

6. Penslið með eggi og stráið sesamfræjum yfir.

7. Bakið við 200 gráður í um 15 mínútur eða þar til hornin eru orðin gullinbrún líkt og myndin sýnir.

skinkuhorn

Tags:

2 Replies to “Skinkuhorn”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun