Kjúklingaborgari með mexíkóosti⌑ Samstarf ⌑
Mexíkó kjúklingaborgari

Það komu tvær uppskriftir eftir mig í Morgunblaðinu í gær og önnur þeirra var þessi undursamlegi kjúklingaborgari! Fullkominn fyrir helgina og fyrir ykkur að njóta!

Kjúklingaborgari

Það er eitthvað við stökkan kjúklingaborgara með guacamole og nachos flögum sem fær mann til að kikna í hnjánum. Þegar mexíkó kryddosti er síðan bætt ofan á þetta allt saman fer þetta auðvitað alla leið og almáttugur hvað þetta var góður borgari!

Kjúklingaborgari með mexíkóosti

Kjúklingaborgari með mexíkóosti

5 stykki

Kjúklingalæri í nachos hjúp

 • 5 úrbeinuð kjúklingalæri
 • 50 g hveiti
 • 1 egg (pískað)
 • 70 g Doritos (blátt, mulið)
 • 30 g Panko rasp
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • 1 tsk. paprikuduft
 • ½ tsk. pipar
 • 1 – 1 ½ Mexíkó kryddostur
 • 5 x Skólaostur í sneiðum
 • Matarolíusprey
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Setjið kjúklingabitana í poka og lemjið aðeins niður með buffhamri til að þynna/jafna þá út.
 3. Setjið hveiti í eina skál, pískað egg í aðra og Doritos, Panko og kryddin í þá þriðju.
 4. Dýfið síðan hverjum bita fyrst í hveiti, dustið vel af, dýfið næst í eggjablönduna og að lokum í Doritosraspinn og þekjið vel.
 5. Raðið á ofngrind, spreyið vel með matarolíuspreyi og setjið í ofn í um 25 mínútur, bætið þá ostinum ofan á hvern bita og eldið áfram í ofninum í 5 mínútur.

Guacamole

 • 3 x avókadó
 • 1 dós Piccolo tómatar (180 g)
 • ½ rauðlaukur
 • 2 hvítlauksrif (rifin)
 • ½ lime (safinn)
 • 1 tsk. salt
 • ½ tsk. pipar
 1. Stappið avókadó niður og skerið tómata og rauðlauk smátt.
 2. Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Annað hráefni og samsetning

 • 5 Brioche hamborgarabrauð
 • Majónes
 • Blaðsalat
 • Doritos flögur
 • Kóríander
 1. Smyrjið brauðið með majónesi.
 2. Raðið síðan salati, Doritos flögum, káli, kóríander, kjúklingi og guacamole á neðra brauðið og lokið síðan með því efra.
 3. Njótið með meira af nachos flögum.
Mexíkó ostur á borgarann

Þessi ostur er klárlega einn af okkar uppáhalds, stelpurnar geta án gríns borðað heilan svona eintóman!

kjúklingaborgari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun