Pavlovur með mascarpone rjómafyllingu



⌑ Samstarf ⌑
marengsterta uppskrift

Hér eru á ferðinni undursamlegar og sumarlegar pavlovur sem ég útbjó fyrir Morgunblaðið á dögunum. Mascarpone fyllingu hef ég ekki prófað áður og kom hún æðislega vel út!

marengs uppskrift

Mmm púðursykurmarengs er eitt það besta sem ég fæ!

Kampavínsglas

Ég er annars að elska nýju LSA vörulínuna frá Húsgagnahöllinni en þetta eru handunnar glervörur, fallegar og fágaðar! Þessi kampavínsglös eru í það minnsta komin á jólaóskalistann minn!

Kökudiskur á fæti

LSA Klara kökudiskur á fæti er undurfallegur og hægt að nota fyrir kökur, smárétti, osta eða hvað sem ykkur dettur í hug.

marengskaka með berjum

Þessi gyllti tertuhnífur frá Broste er í senn hnífur og spaði sem er snilld.

góð marengskaka

Pavlovur með mascarpone rjómafyllingu

15-20 stk. eftir stærð

Marengs

  • 5 eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur
  1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
  2. Stífþeytið þar til topparnir halda sér og sprautið á bökunarplötu (eða setjið á með tveimur matskeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta fyllingunni í eftir bakstur.
  3. Bakið við 110°C í 60 mínútur og leyfið marengsinum síðan að kólna inn í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en fyllingin er sett í.

Fylling og skraut

  • 200 g mascarpone ostur
  • 50 g flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 300 ml rjómi
  • 250 g jarðarber
  • 2-3 ástaraldin
  • 40 g saxað suðusúkkulaði
  1. Blandið mascarpone osti, flórsykri og vanillusykri varlega saman í hrærivélarskál með þeytaranum.
  2. Hellið þá rjómanum saman við og þeytið á meiri hraða þar til blandan verður stífþeytt eins og rjómi (varist að blanda of lengi).
  3. Sprautið á pavlovurnar og toppið með jarðarberjum, ástaraldin og söxuðu súkkulaði.
pavlovur litlar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun