Íssamlokur⌑ Samstarf ⌑
brownie íssamloka

Ég hef lengi ætlað að prófa að útbúa svona íssamlokur og loksins lét ég verða af því! Uppáhalds ísinn okkar hér á þessu heimili er Häagen-Dazs og að setja hann á milli brownie botna var ein besta hugmynd ársins!

íssamloka

Það er hægt að útbúa þetta með fyrirvara, skera niður og geyma vel lokað í frysti, þá er hægt að grípa sér bita hvenær sem hentar!

jarðarberjaís og brownie

Íssamlokur

16 stykki

Brownie botnar

 • 1 x Betty Crocker Chocolate Fudge brownie mix
 • 100 ml vatn
 • 50 ml Isio4 matarolía
 • 1 egg
 • ½ poki af súkkulaði Royal búðing (duftið)
 • Matarolíusprey
 1. Hitið ofninn í 160°C og takið til ferkantað kökuform sem er um 22 x 22 cm og klippið bökunarpappír í botninn (x 2 umganga). Spreyið vel með matarolíuspreyi.
 2. Setjið egg, olíu og vatn í hrærivélarskálina og blandið saman.
 3. Hellið þá kökuduftinu saman við og hrærið vel áfram.
 4. Að lokum fer búðingsduftið saman við og því er blandað rólega og stutt saman við.
 5. Setjið helminginn af deiginu í einu í kökuformið (um 340 g í hvort skipti) og bakið í 17 mínútur. Endurtakið þá leikinn og leyfið botnunum að kólna. Geymið seinni botninn bara á smjörpappírnum í forminu því ísinn kemur þar ofan á.

Fylling og samsetning

 • 2 x jarðarberja Häagen-Dazs ís
 1. Takið ísinn úr frystinum um 30 mínútum fyrir notkun svo hann mýkist aðeins upp.
 2. Skafið hann upp úr dósunum í nokkrum skömmtum og setjið yfir brownie botninn sem er í kökuforminu, dreifið jafnt úr ísnum.
 3. Leggið hinn botninn ofan á ísinn og frystið að nýju í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
 4. Lyftið síðan ískökunni upp á bökunarpappírnum og skerið í 16 hluta og þá hafið þið íssamlokur að grípa í þegar hentar.
 5. Geymið í plasti eða góðu lokuðu íláti.
Häagen-Dazs ís

Þessi ís…..hann er eitthvað annað góður!

betty crocker brownie

Brownie + jarðarberjaís = fullkomin tvenna!

samloka úr ís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun