Sælgætistoppar⌑ Samstarf ⌑
lakkrístoppar

Það þekkja allir lakkrístoppana góðu svo ég ákvað að spreyta mig á slíkri útfærslu með öðru góðgæti í bland. Okkur finnst Rice Krispies marengs líka mjög góður svo því ekki að blanda þessu öllu saman!

marengstoppar með nammi

Hér fyrir neðan sjáið þið myndband svo allir ættu nú að geta leikið þessa dásemd eftir!

Sælgætistoppar

Um 50 stk

 • 4 eggjahvítur
 • 1 tsk. Cream of tartar
 • 220 g púðursykur
 • 150 g Eitt sett kurl frá Nóa Síríus
 • 100 g rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus
 • 50 g karamellukurl frá Nóa Síríus
 • 50 g Rice Krispies
 • 70 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus (til að skreyta með)
 1. Hitið ofninn í 150°C.
 2. Setjið eggjahvítur og Cream of tartar í hrærivélarskálina og þeytið þar til þær fara aðeins að freyða.
 3. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og þeytið þar til marengsinn verður stífþeyttur og hægt er að hvolfa skálinni án þess að hann leki úr.
 4. Bætið restinni af hráefnum saman við (fyrir utan suðusúkkulaðið) og vefjið varlega saman við með sleikju.
 5. Setjið kúfaða teskeið af blöndu á bökunarpappír/ofnskúffu fyrir hverja köku og hafið smá bil á milli því marengsinn lekur aðeins niður við bakstur.
 6. Bakið í 18-20 mínútur og leyfið toppunum að kólna aðeins niður áður en þið setjið brætt suðusúkkulaði yfir til skrauts. 
smákökur hugmyndir

Þetta er líklega með einfaldari smákökusortum sem hægt er að baka og allir elska marengs!

lakkrístoppar uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun