Grillað lambafile og Duchesse kartöflur⌑ Samstarf ⌑
Lambafile eldun

Það er sannarlega vor í lofti þessa dagana þrátt fyrir að það sé kalt og veturinn ekki alveg búinn að kveðja. Bjartari dagar gleðja hjartað og ég tók grillið formlega út úr bílskúrnum í gær! Við notum það alveg á veturna en setjum inn í skúr á milli en núna er það komið út á pall og næst verða það sumarhúsgögnin!

Duchesse kartöflur

Lambafile er alltaf klassík! Hér er einföld útfærsla af slíkum með Duchesse kartöflum, rjómalagaðri piparsósu og salati með berjum.

Grillað lambafile

Grillað lambafile og Duchesse kartöflur

Fyrir um 5 manns

Lambafile eldun

 • 5 lambafile
 • Caj P grillolía (Original)
 1. Hellið um ½ flösku af Caj P olíu yfir lambakjötið og veltið því upp úr henni svo það hjúpist allan hringinn.
 2. Leyfið að liggja í marineringunni í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
 3. Grillið á meðalhita á grillinu, fyrst í um 5 mínútur með fituhliðina niður og síðan aftur í 5-7 mínútur á hinni hliðinni, eða þar til þeim kjarnhita sem þið óskið eftir er náð.
 4. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Duchesse kartöflur

 • 800 g bökunarkartöflur
 • 70 g smjör við stofuhita
 • 50 ml rjómi
 • 2 eggjarauður
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Flysjið kartöflurnar og skerið í minni bita, sjóðið þar til þær mýkjast.
 2. Hellið vatninu af og setjið kartöflurnar aftur í pottinn á hellunni við lægsta hita þar til allt vatn gufar upp úr pottinum (viljið hafa kartöflurnar eins þurrar og þið getið).
 3. Setjið þær næst í hrærivélarskálina með K-inu og blandið smjöri saman við.
 4. Þegar smjörið er bráðið má setja rjómann og því næst pískaðar eggjarauður, saltið og piprið eftir smekk.
 5. Setjið kartöflumúsina í sprautupoka með stórum, opnum stjörnustút og sprautið toppa.
 6. Hitið í 210°C heitum ofni í 12-15 mínútur eða þar til topparnir fara aðeins að dökkna.

Piparsósa með rjóma

 • 1 skalottlaukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 200 ml Muga rauðvín
 • 30 ml rauðvínsedik
 • 1 tsk. saxað timian
 • 1 lárviðarlauf
 • 200 ml vatn
 • 1 msk. Oscar nautakraftur
 • 5 svört piparkorn (möluð fínt)
 • 1 tsk. græn piparkorn í krukku/vökva
 • 250 ml rjómi
 • Salt eftir smekk
 • Sósujafnari (Maizena)
 • Smjör til steikingar (um 30 g)
 1. Saxið skalottlaukinn smátt og rífið hvítlauksrifin niður, steikið í smjöri við vægan hita þar til mýkist.
 2. Hækkið hitann og hellið rauðvíni, rauðvínsediki, timian og lárviðarlaufi saman við og leyfið að sjóða niður í um 10 mínútur.
 3. Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og smakkið til.
 4. Pískið allt vel saman og leyfið að malla nokkrar mínútur, þykkið eftir smekk með sósujafnara.

Salat

 • Klettasalat/veislusalat
 • Driscolls jarðarber
 • Driscolls hindber
 • Driscolls brómber
 • Fetaostur
Caj P grillolía

Caj P grillolían er komin í nýjar umbúðir! Þetta er sama magn og sama olía nema nú í handhægum plastumbúðum svo það er lítið mál að grípa með hvert sem er!

piparsósa

Rjómalöguð piparsósa með rauðvíni er skemmtileg tilbreyting frá bernaise og sveppasósu sem ég vill ansi oft hafa með grillmat, haha!

rauðvín og lamb

Gott rauðvín er síðan mikilvægt með góðum grillmat!

Þessi færsla er unnin í samstarfi vð Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun