Vorlegur ostabakki⌑ Samstarf ⌑
góður ostabakki

Það er kannski ekki beint vorlegt úti akkúrat núna en ég ætla að trúa því að vorið sé handan við hornið! Veturinn er bara að kveðja með stæl og áður en við vitum af fara hitatölurnar upp á við og grasið að grænka.

Einfalt og ljúffengt!

rjómaostur með sultu

Þessi ostabakki færir okkur í það minnsta sól í hjarta!

ostabakki hugmyndir

Þessi nýju bretti frá Húsgagnahöllinni eru síðan svo rugl flott að mig langar helst að eiga nokkur í hvorri stærð því það er svo töff að raða veitingum á smá upphækkun!

Fine DL Chop bretti stærra

Fine DL Chop bretti minna

salamiblóm

Vorlegur ostabakki

 • Salamiblóm (1 pk salami)
 • Grissini með hráskinku/salami vafningi
 • Brie ostur að eigin vali
 • Feykir
 • Ber/ávextir að eigin vali
 • Kex að eigin vali
 • Lie Gourmet súkkulaðitrufflur
 • Rjómaostur
 • Lie Gourmet sulta að eigin vali
 • Lie Gourmet þurrkuð, æt blóm
 1. Smyrjið rjómaostinum á fallegan disk og setjið sultu yfir hann ásamt ætum blómum.
 2. Skerið Brie ostinn í sneiðar, vefjið grissini stangir með hráskinku/salami.
 3. Raðið öllu fallega saman á bakka.
æt blóm

Lie Gourmet vörurnar eru síðan guðdómlegar og hér er ég að nota sultu, æt blóm og súkkulaðitrufflurnar ljúffengu. Það er góð tækifærisgjöf að gefa vörur frá Lie Gourmet og ekki verra ef fallegt bretti, ostahnífar eða annað sniðugt fylgir með.

ostabakki hugmynd

Linkar á aðrar vörur hér í færslunni:

Broste Limfjord diskur ljósgrár

Broste Elouise tauservíetta

Be Home smjörhnífur

Lie Gourmet þurrkuð blóm

Lie Gourmet súkkulaðitrufflur

Lie Gourmet sulta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun