Bökuð vínber með burrata osti⌑ Samstarf ⌑
baguette með burrata osti

Burrata ostur er einn af mínum uppáhalds ostum. Hér er ég búin að baka vínber í dásamlegum legi, legg síðan ostinn ofan á eftir eldun og ber fram með ristuðu baguette brauði. Þetta var undursamlegt og góð tilbreyting frá tómötunum sem ég hef mikið notað með burrata hingað til. Þessi uppskrift getur passað vel fyrir um 4 manns sem forréttur eða sem hluti af smáréttaborði.

Einfalt og ljúffengt!

bökuð vínber með burrata

Bökuð vínber með burrata osti

 • 500 g rauð vínber (steinalaus)
 • 3 msk. ólífuolía
 • 2 msk. balsamikedik
 • 3 hvítlauksrif (rifin)
 • 2 msk. púðursykur
 • 1 tsk. salt
 • ½ tsk. pipar
 • 2 msk. basilíka (söxuð)
 • Ristað baguette brauð að eigin vali
 • 2 x Burrata ostur frá Gott í matinn
 1. Byrjið á því að hita ofninn í 220°C grillstillingu.
 2. Skolið og þerrið vínberin, takið af greininni.
 3. Blandið ólífuolíu, ediki, hvítlauk, púðursykri, salti og pipar saman í skál og hellið yfir vínberin, leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
 4. Skerið baguette brauðið í sneiðar, penslið með ólífuolíu og stráið smá grófu salti yfir.
 5. Setjið hvorutveggja í ofninn á sama tíma. Takið brauðið út eftir um 3-5 mínútur en bakið vínberin í 12-15 mínútur í heildina eða þar til nokkur fara aðeins að krumpast/springa.
 6. Leyfið vínberjunum aðeins að standa eftir að þau koma úr ofninum og leggið síðan 2 x burrata ost ofan á, setjið smá lög úr botninum yfir ostinn ásamt basilíkunni.
 7. Njótið með ristaða baguette brauðinu.
burrata ostur

Namm, ég mæli svo mikið með að þið prófið!

burrata ostur uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun