Heitt aspasstykki⌑ Samstarf ⌑
heitt aspasstykki uppskrift

Ég elska að fá mér heitt aspasstykki í bakaríinu og grunar það séu ansi margir sammála mér þar! Ég ákvað því að prófa brauðréttasalatið frá Salathúsinu í slíkan rétt og útbúa hér heima og almáttugur þetta var ALVEG EINS! Það tók aðeins nokkrar mínútur að útbúa þetta og „voila“, risa lengja af heitu aspasstykki var mætt og við kláruðum hana upp til agna!

Ef þið viljið einfalda kaffitímann, veisluundirbúning eða hvað eina, þá er þetta klárlega málið!

heitt aspasstykki

Heitt aspasstykki uppskrift

 • 1 x baguette brauð að eigin vali
 • 1 ½ – 2 box brauðréttasalat með aspas og skinku frá Salathúsinu
 • Rifinn ostur
 • Paprikuduft
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Byrjið á því að skera eftir miðju baguette brauðinu endilöngu. Takið aðeins úr hliðunum til að búa til meira pláss fyrir salatið.
 3. Fyllið með brauðréttasalati og alls ekki spara það!
 4. Rífið ost yfir og bakið í 15-18 mínútur eða þar til osturinn er orðinn aðeins gylltur.
 5. Stráið paprikudufti yfir þegar brauðið kemur úr ofninum og skerið niður.
heitur brauðréttur

Ég skil ekki af hverju ég vissi ekki af þessu salati! Hversu mikil snilld er að geta keypt þetta svona tilbúið og græjað heitt aspasstykki, tartalettur, heitt rúllubrauð eða hvað sem ykkur dettur í hug á örskömmum tíma heima í eldhúsinu ykkar!

aspasstykki eins og í bakarí

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun