Ofnbakaður þorskur með hvítlauks kartöflumús⌑ Samstarf ⌑
þorskhnakki í ofni

Því ekki að færa mánudagsfiskinn á æðra plan og gera úr honum lúxus máltíð, jú eða bjóða hreinlega upp á þennan rétt í næsta matarboði!

Ég elska ofnbakaða þorskinn með pistasíusalsanu hennar Drafnar hjá Eldhússögum og langaði að prófa að gera einhverja slíka snilld með öðrum hráefnum. Ég gerði eitt sinn rjómakennda ostaídýfu með svona chilli-laukbráð sem sló í gegn og ákvað því að yfirfæra þetta allt saman í þennan undursamlega rétt fyrir ykkur!

þorskhnakki uppskrift

Ofnbakaður þorskur með hvítlauks kartöflumús

Fyrir um 4 manns

Hvítlauks kartöflumús uppskrift

 • Um 1 kg bökunarkartöflur
 • 2 heilir hvítlaukar (bakaðir)
 • 60 g smjör
 • 70 ml rjómi
 • Ólífuolía, salt, pipar
 1. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í bita og sjóðið.
 2. Bakið á meðan hvítlaukinn í ofni með því að skera ofan af honum, pakka inn í álpappír með smá ólífuolíu og salti (gott að baka í leiðinni hvítlaukinn fyrir hvítlauksbrauðið), bakið við 180° í 30 mínútur.
 3. Undirbúið fiskinn og chilli-lauk bráðina á meðan þetta mallar.
 4. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má hella vatninu af, setja þær í hrærivél og blanda saman með smjöri, rjóma og kryddum (eða stappa öllu saman með kartöflustappara).
 5. Kreistið hvítlaukinn næst úr og stappið vel áður en þið blandið saman við kartöflumúsina. Smakkið til með salti og pipar.

Ofnbakaður þorskur uppskrift

 • Um 1 kg af þorskhnökkum
 • 2 msk. hunangs-dijon sinnep
 • 2 msk. hunang
 • ¾ krukka fetaostur
 • Pipar og salt
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Skolið og þerrið fiskinn vel, skerið niður (ég tók hvern þorskhnakka í tvennt en það má líka baka þá í heilu lagi), raðið á bökunarpappír í ofnskúffu.
 3. Hrærið saman sinnepi og hunangi og penslið þorskinn með vænu lagi, saltið og piprið vel.
 4. Setjið næst kúfaða matskeið af fetaosti á hvert stykki og bakið síðan í um 15 mínútur í ofninum, berið fram með kartöflumús, chilli-lauk bráð og hvítlauksbrauði.

Chilli-lauk bráð uppskrift

 • 100 g ólífuolía
 • 70 g smjör
 • 4 vorlaukar eða vænn biti af blaðlauk
 • 1 rautt chilli
 • 6 hvítlauksrif
 • 110 g Til hamingju ristaðar furuhnetur
 • Salt og pipar
 1. Saxið lauk og chilli (fræhreinsað) mjög smátt niður og rífið hvítlaukinn saman við.
 2. Hitið ólífuolíu og smjör á pönnu þar til suðan kemur upp, lækkið hitann alveg niður og hellið laukblöndunni í pottinn. Leyfið að linast upp í um eina mínútu og bætið þá ristuðum furuhnetum saman við. Kryddið með vel af salti og piprið eftir smekk.

Hvítlauksbrauð uppskrift

 • Baguette brauð
 • Smjör
 • Bakaður hvítlaukur (2 stk)
 • Rifinn ostur
 • Smá salt
 1. Skerið baguette í sneiðar og raðið á bökunarpappír.
 2. Smyrjið með vel af íslensku smjöri.
 3. Smyrjið um einu bökuðu hvítlauksrifi á hverja sneið (líka hægt að stappa allan hvítlaukinn og skipta á milli sneiðanna).
 4. Rífið ost yfir allt og saltið örlítið, bakið með fisknum síðustu 5 mínúturnar.
góður fiskur uppskrift

Ég þarf klárlega að vera duglegri að setja inn fiskuppskriftir!

ofnbakaður þorskur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun