Neopolitan ís með dýfu og hnetum⌑ Samstarf ⌑
Neopolitan ís

Þegar við bjuggum í Seattle keyptum við alltaf „Neopolitan icecream“ í risa fötu í Safeway. Þetta var uppáhalds ís stelpnanna svo hér ákváðum við bara að búa til okkar eigin með dýfu og hnetum og þetta var geggjuð blanda!

Ef þið viljið hafa kubbana enn þykkari þá mætti alveg bæta 1-2 dósum af ís saman við í viðbót!

ís með dýfu og hnetum

Neopolitan ís með dýfu og hnetum

Uppskrift gefur 16 stykki

 • 1 x Häagen-Dazs ís Macaron/jarðarberja + hindberja
 • 1 x Häagen-Dazs ís Macaron/súkkulaði
 • 1 x Häagen-Dazs ís vanillu
 • 250 g dökkt súkkulaði
 • Hakkaðar heslihnetur
 • 16 stk. ísprik
 1. Leyfið ísdósunum að standa á borðinu í um hálftíma.
 2. Setjið bökunarpappír í botninn á c.a 20 x 20 cm ferköntuðu formi.
 3. Smyrjið súkkulaðiísnum fyrst í botninn á forminu, næst vanillu og að lokum jarðarberja. Það er allt í lagi þó bragðtegundirnar blandist saman og það má líka hræra þeim aðeins saman fyrir marmaraáferð.
 4. Stingið 16 ísprikum (4×4) með jöfnu millibili í ísinn og frystið að nýju í að minnsta kosti 3 klukkustundir.
 5. Lyftið þá ísnum upp úr forminu á bökunarpappírnum, skerið í bita og geymið áfram í frystinum.
 6. Bræðið á meðan súkkulaði og takið til heslihnetur, dýfið síðan einum í einu í súkkulaði hálfa leið og stráið hnetum yfir súkkulaðið áður en það storknar, safnið íspinnunum svo saman jafnóðum í frystinum og leyfið þeim að standa þar að nýju í um klukkustund áður en þeirra er notið.
Häagen-Dazs ís

Häagen-Dazs ísinn er einn af okkar uppáhalds! Svo margar góðar bragðtegundir og passlega stórir skammtar, mmmm!

hvað er besti ísinn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun