Oreo bragðarefur⌑ Samstarf ⌑
oreo bragðarefur

Við ELSKUM bragðaref en það kostar skildinginn að fara með alla fjölskylduna í slíkan í ísbúðinni. Við erum því ansi oft að leika okkur með að útbúa slíka hér heima og hér kemur ein dúndur góð og fersk útgáfa sem við elskuðum!

Tekur enga stund!

ís heima

Oreo bragðarefur

Uppskrift dugar í 2-4 glös eftir stærð

 • 1 l vanilluís
 • 100 ml nýmjólk
 • 8 Oreokexkökur með hindberja og vanillubragði + meira á milli og til skrauts
 • 125 g Driscolls hindber + meira á milli og til skrauts
 • Þykk saltkaramellu íssósa
 1. Setjið ís, mjólk og Oreokex saman í blandara og blandið vel.
 2. Setjið hluta af blöndunni í nokkur glös og setjið smá karamellusósu, hindber og mulið Oreo yfir. Setjið þá meiri ísblöndu og toppið að nýju með hindberjum, muldu Oreo og karamellusósu.
oreo með hindberjum og vanillu

Mmm….

Bragðarefur

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun