Brownies með lakkrískeim⌑ Samstarf ⌑
brownie

Djúsí volgar brownies með rjóma, jarðarberjum og heitri sósu eru eitt það besta!

Mmmm……

volg brownie kaka

Brownies með lakkrískeim

Brownies uppskrift

 • 130 g smjör
 • 150 g Síríus suðusúkkulaðidropar
 • 150 g Síríus Doré karamelludropar
 • 180 g púðursykur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 3 egg
 • 140 g hveiti
 • 100 g saxað Síríus Eitt sett súkkulaðistykki
 1. Hitið ofninn í 160°C og klæðið ferkantað kökuform að innan með bökunarpappír (c.a 25×25 cm) og spreyið með matarolíuspreyi að innan.
 2. Bræðið smjör og báðar tegundir af súkkulaðidropum saman í potti við miðlungs háan hita þar til bráðið, geymið á meðan annað er undirbúið.
 3. Setjið púðursykur og vanilludropa í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við.
 4. Bætið næst eggjunum saman við, einu í einu og loks hveitinu.
 5. Saxað Eitt sett súkkulaði fer saman við í lokin og blandið saman með sleikju.
 6. Hellið í kökuformið og bakið í um 35 mínútur.

Lakkríssósa og toppur

 • 100 g Síríus Eitt sett töggur
 • 50 ml rjómi
 • Þeyttur rjómi eftir smekk
 • Jarðarber eftir smekk
 1. Bræðið saman Eitt sett töggur og 50 ml af rjóma þar til slétt lakkríssósa hefur myndast.
 2. Toppið síðan brownie bita með þeyttum rjóma, ferskum jarðarberjum og lakkríssósu.
Eitt sett súkkulaði

Það passaði ótrúlega vel að saxa Síríus Eitt Sett súkkulaði og setja í deigið!

Súkkulaði brownies

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun