Burrata á pestóbeði⌑ Samstarf ⌑
Einfaldur forréttur

Ég elska burrata ost og Lukka vinkona var í Gdansk um daginn og fór að segja mér frá rétti eins og þessum sem hún fékk á veitingastað og hefði verið æðislegur! Ég fékk því mynd af honum hjá henni og innihaldslýsingu og hér er komin slík útgáfa fyrir ykkur!

Mmmm….

Forréttur hugmyndir

Þetta var alveg svakalega góð blanda. Fyrst fannst mér eitthvað skrítið að hafa hindber og tómata saman en ómææææ, það var bara geggjað!

Burrata ostur

Burrata á pestóbeði

 • 1 x súrdeigs baguette
 • Grænt pestó (140 g)
 • Piccolo tómatar (180 g)
 • Hindber (180 g)
 • 2 x Burrata ostur
 • Balsamik edik
 • 80 g pistasíukjarnar (saxaðir)
 • Fersk basilika
 • Ólífuolía
 1. Skerið baguette brauð í sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið stutta stund á hvorri hlið (eða hitið í ofni).
 2. Skerið tómatana niður, saxið pistasíur og basilíku og leggið til hliðar.
 3. Skiptið pestó niður í tvær grunnar skálar eða diska og smyrjið því aðeins upp á kantana.
 4. Setjið næst tómata og hindber yfir, þá burrata ost sem þið drisslið síðan balsamik ediki, vel af söxuðum pistasíum og smá basilíku.
pestó og burtata

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Fjarðarkaup!

Fjarðarkaup

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun