Rabarbarapæ með karamellusúkkulaði⌑ Samstarf ⌑
uppskrift úr rabarbara

Mamma og pabbi eru með risastóran rabarbaragarð hjá sér og hjóluðu systurnar uppeftir til þeirra í dag og komu heim með fullan poka af rabarbara. Það var því ekkert annað í stöðunni en að skella í eitt rabarbarapæ! Þessi uppskrift er mjög einföld og alveg æðislega góð!

Mmmm, svo einfalt og ljúffengt!

uppskriftir úr rabarbara

Rabarbarapæ með karamellusúkkulaði

 • 400 g rabarbari
 • 20 g sykur
 • 150 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
 • 3 msk. kókosflögur
 • 140 g hveiti
 • 140 g púðursykur
 • 140 g smjör (við stofuhita)
 • 70 g haframjöl
 1. Hitið ofninn í 170°C.
 2. Skerið rabarbarann niður í þunnar sneiðar og dreifið um eldfast mót.
 3. Saxið súkkulaðið gróft niður og stráið sykrinum, súkkulaðinu og kókosflögum yfir rabarbarann.
 4. Blandið þá hveiti, púðursykri, smjöri og haframjöli saman í hrærivélarskálinni þar til smjörið hefur náð að bindast öðrum hráefnum og dreifið því vel yfir allt saman.
 5. Bakið í um 35 mínútur eða þar til toppurinn fer aðeins að gyllast og súkkulaðið að bubbla upp úr á köntunum.
 6. Njótið með þeyttum rjóma eða ís.
rabarbarabæ

Súkkulaði gerir auðvitað allt pæ betra og Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli fór einstaklega vel með rabarbaranum.

rabarbarapæ með rjóma

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun