Kjúklingasalat með trönuberjum⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingasalat uppskrift

Þetta salat er alveg hrikalega gott! Ristaðar möndluflögur og trönuber færðu því smá hátíðarkeim og ég elska þegar það er alls konar áferð á hráefnum í salati eins og þessu hér!

Hollar uppskriftir

Salatið er djúsí og gott og gaman að setja grænu salatblöðin svona undir í stað þess að skera þau beint niður í salatið sjálft.

Hollur kvöldmatur hugmyndir

Kjúklingasalat með trönuberjum

Fyrir um fjóra

 • Romaine salat eða annað stökkt salat
 • Um 800 g kjúklingalundir (+ olía og krydd)
 • 200 g vínber
 • 1 rauðlaukur
 • 60 g ristaðar möndluflögur
 • 40 g þurrkuð trönuber
 • 200 g Hellmann‘s Lighter than light majónes
 • 3 msk. Dijon sinnep
 • 1 msk. sítrónusafi
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Parmesanostur til að rífa yfir
 1. Steikið kjúklingalundirnar upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Skerið þær næst niður í litla bita.
 2. Skerið vínber og rauðlauk smátt niður.
 3. Setjið kjúklingabita, vínber, rauðlauk, möndluflögur og trönuber saman í stóra skál og hrærið næst í sósuna í annarri skál.
 4. Pískið saman majónes, sinnep og sítrónusafa og kryddið með salti og pipar eftir smekk, hellið yfir kjúklingablönduna og blandið saman við með sleikju.
 5. Raðið stökku salati í skál, setjið kjúklingasalatið ofan á salatblöðin og rífið parmesan ost yfir eftir smekk.

Þetta majónes hentar vel í salat og gerir það klárlega að hollari máltíð fyrir vikið þó svo þið megið að sjálfsögðu skipta því út fyrir hefðbundið Hellmann’s majónes ef þið kjósið frekar.

Einfalt og hollt kjúklingasalat

Mmmmmm, mæli sannarlega með því að þið prófið!

Kjúklingasalat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun