Lindor súkkulaðimús⌑ Samstarf ⌑
Eftirréttur fyrir páskana

Súkkulaðimús er eftirréttur sem enginn fær leið á! Það er endalaust hægt að leika sér með súkkulaði og skreytingar. Ég veit í það minnsta að súkkulaðimús er einn vinsælasti eftirrétturinn á þessu heimili svo mér finnst gaman að útbúa nýjar útfærslur af slíkri.

Súkkulaðimús uppskrift

Þessi súkkulaðimús er einföld og afar ljúffeng. Hún hentar fullkomlega sem eftirréttur en svo væri líka hægt að skipta henni niður í litlar krúsir/plastbox og bjóða upp á í veislu.

Góður eftirréttur

Það var afar páskalegt og krúttlegt að skreyta súkkulaðimúsina með litlum Lindor eggjum í mismunandi litum og litlum páskakanínum.

Páskaeftirréttur

Lindor súkkulaðimús

Uppskrift dugar í 8-10 glös eftir stærð

 • 400 g rauðar Lindor kúlur (30 stk)
 • 30 g smjör
 • 3 egg
 • 50 g flórsykur
 • 1 l þeyttur rjómi (skipt til helminga)
 • Lindor lítil egg og litlar kanínur til skrauts
 • Fersk blóm til skrauts
 • Bökunarkakó til skrauts
 1. Bræðið saman Lindor kúlur og smjör yfir vatnsbaði, takið af hitanum og leyfið að kólna aðeins niður á meðan annað er undirbúið.
 2. Þeytið rjómann, skiptið í tvennt og geymið (500 og 500ml).
 3. Þeytið egg og flórsykur saman þar til blandan fer að freyða.
 4. Blandið þá súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna í nokkrum skömmtum og blandið varlega saman með sleikju.
 5. Takið þá aðra rjómaskálina og setjið um 1/3 af þeim hluta rjómans saman við súkkulaðiblönduna og vefjið saman með sleikju. Bætið þá restinni af þeim rjóma saman við og blandið áfram þar til slétt súkkulaðimús hefur myndast.
 6. Skiptið niður í skálar/glös og sprautið hinum helming rjómans í „doppur“ yfir súkkulaðimúsina.
 7. Skreytið með því að sigta smá bökunarkakó yfir og síðan með blómum og litlum Lindor súkkulaðieggjum og kanínum.
 8. Kælið í að minnsta kosti 2 klukkustundir (eða yfir nótt).
 9. Einnig er hægt að gera músina sjálfa og kæla hana þannig með plasti yfir í 1-2 daga, skreyta síðan stuttu áður en bera á hana fram. Hér væri þá einnig betra að bíða með að þeyta 500 ml af rjómanum og gera það samhliða skreytingunni.
Lindor kúlur í súkkulaðimús

Rauðu Lindor kúlurnar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og eru svo silkimjúkar og góðar!

Góð súkkulaðimús

Mmmm…….mæli með að þið prófið þessa!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun