Súkkulaði skyrskál með krönsí toppi, NAMM! Það er sko alveg hægt að borða hollt ef hollt er allt svona gott!

Ég gef venjulega gert skyrskálar með meiri ávaxtakeim en ákvað að prófa núna að gera með súkkulaðibragði og útkoman var alveg stórkostleg. Skyrskál er fullkominn morgunverður, hádegismatur nú eða bara kvöldmatur!

Það tekur enga stund að útbúa svona skál og ætti maður sannarlega að gera það oftar! Sniðug í páskabrönsinn eða slíka hittinga líka!

Súkkulaði skyrskál
Uppskrift dugar í 2-3 skyrskálar eftir stærð
Skyrskál uppskrift
- 500 g vanilluskyr
- 2 frosnir bananar (sneiðar)
- 3 msk. hnetusmjör
- 50 g Til hamingju möndlur
- 1 msk. bökunarkakó
- Setjið allt saman í blandara og blandið saman þar til þykk, samfelld súkkulaðiblanda hefur myndast, skafið niður á milli.
- Skiptið blöndunni niður í skálar og toppið granóla, kókosflögum og súkkulaði.
Toppur
- Til hamingju granóla
- Ristaðar kókosflögur
- Saxað dökkt súkkulaði

Granóla, kókosflögur og smá súkkulaði setur algjörlega punktinn yfir I-ið.
