Fiskibollur og karrýsósa



⌑ Samstarf ⌑
Fiskur og karrý uppskrift

Stelpurnar mínar elska alla rétti sem innihalda karrý! Kjúkling í karrý, kjöt í karrý og auðvitað fiskibollur í karrý!

Fiskibollur uppskrift

Amma Guðrún gerði alltaf æðislegar fiskibollur handa okkur frá grunni en ég hreinlega hef ekki gefið mér tíma til þess að útbúa slíkar og þá er frábært að geta gripið í tilbúnar Gríms fiskibollur. Þær eru svakalega góðar og einfalda eldamennskuna klárlega til muna.

Fiskibollur uppskrift

Karrýsósu er lítið mál að útbúa sjálfur og hér fyrir neðan getið þið smellt á textann og kíkt á stutt myndband á Instagram til að sjá hversu einfalt þetta er.

Karrýsósa uppskrift

Fiskibollur og karrýsósa – Reels myndband á Instagram

Fiskbollur og karrý

Fiskibollur og karrýsósa

Fyrir um 4-5 manns

Fiskibollur

  • 2 pakkar af Gríms fiskibollum
  • 50 g smjör
  1. Steikið bollurnar upp úr smjöri við miðlungshita þar til þær verða aðeins stökkar að utan og vel heitar í gegn.

Karrýsósa uppskrift

  • 1 laukur (smátt saxaður)
  • 50 g smjör
  • 2 msk. karrý
  • 350 ml vatn
  • 450 ml rjómi
  • 2-3 msk. kraftur (ég nota oftast nauta)
  • 50 g Maizenamjöl
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Steikið laukinn upp úr smjöri þar til hann fer að mýkjast.
  2. Bætið þá karrý á pönnuna og steikið aðeins áfram, saltið og piprið eftir smekk.
  3. Hellið vatni og krafti næst á pönnuna og leyfið aðeins að malla.
  4. Því næst fer rjóminn á pönnuna og hitið að suðu, bætið Maizenamjölinu saman við og hrærið vel, lækkið hitann.
  5. Leyfið sósunni aðeins að malla og kryddið til með salti og pipar (og meiri krafti) eftir smekk.

Annað meðlæti

  • Soðin hrísgrjón
  • Ferskt salat
Gríms fiskibollur með karrýsósu

Þessar bollur munu koma ykkur á óvart, því get ég lofað!

Fiskibollur og karrýsósa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun