Spicy sætkartöflusalat og balsamik marinerað nautakjöt⌑ Samstarf ⌑

Sætar kartöflur í kartöflusalati er góð tilbreyting frá þessu hefðbundna og þetta hérna var algjörlega dásamlegt! Smá spicy og þið getið auðvitað stýrt því hversu mikið chilli majónes þið setjið á móti því klassíska.

Steikin og salatið var klárlega hin fullkomna tvenna ef ykkur langar í góðan kvöldverð!

Spicy sætkartöflusalat og balsamik marinerað nautakjöt

Fyrir um 4 manns

Sætkartöflusalat uppskrift

 • 700 g sætar kartöflur
 • 50 g Hellmann‘s Chilli majónes
 • 70 g Hellmann‘s klassískt majónes
 • ½ rauðlaukur (saxaður)
 • 1 tsk. saxað ferskt chilli
 • 2 rifnir hvítlauksgeirar
 • 1 msk. sætt sinnep
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Ólífuolía
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Flysjið kartöflurnar og skerið í munnstóra teninga. Veltið upp úr um 3 msk. af ólífuolíu og salti og pipar eftir smekk.
 3. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kartöflubitarnir mýkjast, kælið síðan alveg niður áður en salatið er útbúið.
 4. Pískið saman báðar tegundir af majónesi ásamt sinnepi, chilli, hvítlauk, salti og pipar.
 5. Blandið síðan saman kartöflum, rauðlauk og majónesblöndu og berið fram með steikinni.

Balsamik marinerað ribeye

 • 3-4 sneiðar ribeye
 • 50 g ólífuolía
 • 50 g balsamik edik
 • 50 g soya sósa
 • 40 g Worcestershire sósa
 • 1 tsk. Dijon sinnep
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • ½ tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar
 • Hrærið öllu saman nema kjötinu.
 • Hellið marineringunni yfir kjötið í skál eða setjið í zip-lock poka svo lögurinn umlyki allar steikurnar.
 • Plastið og marinerið í um tvær klukkustundir.
 • Grillið síðan á vel heitu grilli þar til kjarnhiti er um 58°C og leyfið þeim að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í þær.

Þetta majónes er æði!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun