Ostapinnar á grillið



⌑ Samstarf ⌑
grillaðir ostapinnar

Það er sannarlega rétti tíminn til að grilla þessa dagana! Það er því gott að hafa fjölbreytni í grillmatnum og hér eru undursamlegir ostapinnar sem henta vel sem næsti grillréttur!

grillað góðgæti

Hægt er að raða því sem hugurinn girnist á pinnana með ostinum, hvort sem þið viljið aðeins grænmeti eða annað líkt og hér er gert!

ostapinnar

Ostapinnar á grillið

Ostapinnar með beikonvöfðum döðlum

  • Grillostur frá Gott í matinn (miðið við 4 bita á spjót)
  • Döðlur (miðið við 4 stk. á spjót)
  • Beikon (miðið við 2 sneiðar á spjót)
  • Sýróp og pipar
  • Grillspjót
  1. Skerið ostinn niður í bita.
  2. Klippið beikonsneiðar í miðjunni og vefjið hverjum hluta utan um eina döðlu.
  3. Raðið á grillprik og grillið yfir óbeinum, meðalháum hita í um 10 mínútur.
  4. Setjið smá sýróp og pipar yfir þegar tilbúið.

Ostapinnar með pylsum og tómötum

  • Grillostur frá Gott í matinn (miðið við 4 bita á spjót)
  • Pylsur að eigin vali (miðið við ½ pylsu á hvert spjót)
  • Cherry tómatar (miðið við 2 tómata á hvert spjót)
  • Hunang
  • Grillspjót
  • Skerið ostinn niður í bita.
  • Skerið hverja pylsu í 4 hluta.
  • Raðið á grillprik og grillið yfir óbeinum, meðalháum hita í um 10 mínútur.
grillostur

Mmmm, mæli með að þið prófið þennan rétt!

ostapinnar á grillið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun