Ég er að vinna með einfaldleikann þessa dagana með útilegur og ferðalög í huga! Það er gaman að borða góðan mat á flandri en líka gott að þurfa ekki að hafa of mikið fyrir honum!

Þessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má hafa franskar, PikNik, hvítlauksbrauð eða annað með þeim en mikið sem þeir eru góðir einir og sér, bæði heitir og kaldir!

BBQ chilli kjúllaleggir
- 1,5 kg kjúklingaleggir
- Kjúklingakrydd/steikarkrydd
- Heinz BBQ chilli sósa (um ½ flaska)
- Sesamfræ
- Kóríander
- Hitið ofninn eða grillið í um 190°C.
- Kryddið leggina vel allan hringinn og raðið á ofngrind (með skúffu undir) eða á grillið.
- Eldið/grillið í um 30 mínútur og berið þá væna umferð af BBQ sósu á leggina og eldið í um fimm mínútur til viðbótar. Munið að snúa leggjunum ef þeir eru á grillinu.
- Þegar leggirnir eru tilbúnir má raða þeim í fat og bera aðra góða umferð af BBQ sósu á þá og strá smá sesamfræjum og kóríander yfir til skrauts.

Ég elska BBQ sósurnar frá Heinz, þær eru einstaklega ljúffengar! Þessi rífur smá í en er um leið sæt og góð og skemmtileg tilbreyting frá þessari klassísku.

Mmm…

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!