Chilli grillveisla⌑ Samstarf ⌑
grillaðar kótilettur

Einfalt og ljúffengt er yfirskriftin hér og þessi máltíð er tilvalin, hvort sem er til að grilla heima eða til að bjóða upp á í útilegunni!

Það er hægt að útbúa ostafyllinguna með fyrirvara sem og að vefja jalapeño svo þá er lítið mál að taka þessa máltíð með í ferðalag!

grillaðar grísakótilettur

Mmm…

chilli pylsur

Chilli pylsunar eru afar ljúffengar og þær rífa aðeins í!

grillmatur

Chilli grillveisla

Fyrir um 4-5 manns

Beikonvafið jalapeño

 • 7 stk. jalapeño
 • Chilli rjómaostur (14 tsk.)
 • 7 Ali beikonsneiðar
 1. Skerið jalapeño til helminga og fræhreinsið.
 2. Fyllið með rjómaosti.
 3. Klippið beikonsneiðarnar í tvennt og vefjið hálfri utan um hvert jalapeño.
 4. Leggið á álpappír/álbakka og grillið á vel heitu grilli í um 15 mínútur.

Ostafylltar kartöflur

 • 4-5 bökunarkartöflur
 • 110 g sýrður rjómi
 • 50 g majónes
 • 40 g rjómi
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 tsk. salt
 • 150 g rifinn cheddar ostur
 • 100 g rifinn piparostur
 • Graslaukur til að skreyta með
 1. Bakið kartöflurnar í ofni/á grilli þar til þær eru mjúkar.
 2. Hrærið sýrðum rjóma, majónesi, rjóma, hvítlauk og salti saman, bætið síðan báðum tegundum af osti saman við, geymið ostafyllinguna í kæli fram að notkun.
 3. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má setja væna skeið af ostafyllingu í hverja og leyfa henni að bráðna inn í hana, toppið síðan með söxuðum graslauk.

Chilli grillmatur

 • 2 pk. léttreyktar Ali hunangs- og chilli marineraðar grísakótilettur.
 • 1 pk. Ali Chilli ostapylsur
 1. Grillið hvorutveggja og berið fram með ostafylltum kartöflum, beikonvöfðu jalapeño og kaldri sósu að eigin vali.
svínakótilettur

Þessar kótilettur voru ljúffengar og það tekur aðeins nokkrar mínútur að grilla þær!

jalapeño með beikoni

Beikonvafið jalapeño er í miklu uppáhaldi hjá okkur!

ostafylltar kartöflur

Ostafylltar kartöflur eru síðan æðislegar með þessum grillmat!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun