BBQ kjúklingaleggir og maísrif⌑ Samstarf ⌑
bbq kjúklingaleggir

Það kunna flestir að meta eitthvað einfalt og gott á grillið. Hér höfum við eina slíka uppskrift og kjúklingaleggir með bbq eru auðvitað eitthvað sem flestir elska!

maísrif

Það var gaman að prófa að bera maísinn öðruvísi fram og hann var dásamlega ljúffengur með þessu hvítlaukssmjöri og fetaosti yfir allt, mmmmm!

grillaðir kjúklingaleggir

BBQ kjúklingaleggir og maísrif

Fyrir um 4 manns

Maísrif

 • 4 ferskir maísstönglar
 • 8 msk. Caj P grillolía Original
 • 50 g smjör
 • 3 hvítlauksrif
 • 4 msk. fetaostur (mulinn kubbur)
 • Kóríander
 1. Skerið maísstönglana í 4 hluta eftir lengdinni.
 2. Penslið með Caj P grillolíu og setjið á álbakka/álpappír á grillinu við háan hita.
 3. Snúið nokkrum sinnum og eldið þar til maísinn fer aðeins að krullast upp, þetta tekur á bilinu 12-15 mínútur.
 4. Hitið smjör og rífið hvítlaukinn út í og penslið á maísinn þegar hann er tilbúinn.
 5. Stráið muldum fetaosti og kóríander yfir í lokin.

BBQ kjúklingaleggir

 • 14-18 stk. kjúklingaleggir
 • Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 • Kjúklingakrydd
 1. Kryddið leggina vel með kjúklingakryddi.
 2. Grillið við frekar háan hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.
 3. Penslið einni umferð af BBQ sósu á leggina meðan þeir eru á grillinu og berið svo meira á þá um leið og þeir koma af grillinu.

Köld sósa

 • 200 g majónes
 • 100 g sýrður rjómi
 • 50 g Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 • 2 tsk. limesafi
 • Hvítlauksduft, salt og pipar
 1. Setjið allt saman í skál og pískið saman.
 2. Kryddið eftir smekk.
 3. Sósan er góð bæði með kjúklingnum og fyrir maísinn.
bbq sósa á kjúklinginn

Honey mustard bbq sósan frá Hunt’s var fullkomin með þessu!

köld grillsósa

Köld grillsósa með bbq bragði.

kjúlli og bjór

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun