Jólapúns



⌑ Samstarf ⌑
Jólakokteill

Það er gaman að bjóða upp á jólalega drykki á aðventunni og það getur sannarlega verið annað en heitt jólaglögg!

Drykkir fyrir jólapartýið

Hér er á ferðinni ferskur og góður drykkur með ávöxtum, rauðvíni og alls konar jólalegum og bragðbætandi hráefnum, mæli með að þið prófið.

Jólalegir drykkir

Jólapúns uppskrift

Dugar í 5-7 glös

  • 1 appelsína
  • 1 epli (jonagold)
  • 1 flaska (750 ml) Adobe Reserva rauðvín
  • 100 ml Contreau líkjör
  • 100 ml appelsínusafi
  • 200 ml trönuberjasafi
  • 150 g frosin/fersk trönuber
  • 50 g sykur
  • 3 stk. stjörnuanís
  • 2 kanilstangir
  1. Skerið appelsínuna í þunnar sneiðar og eplið í teninga (með hýðinu).
  2. Hrærið næst öllum hráefnum saman í skál, lokið vel og kælið yfir nótt.
  3. Setjið nokkra klaka í glas og fyllið síðan með púns.
Adobe lífrænt rauðvín

Það er hægt að útbúa þennan drykk daginn áður og leyfa honum að marinerast aðeins í kælinum áður en honum er hellt í glös.

Jólapúns

Þessi uppskrift birtist á dögunum í jólablaði Húsgagnahallarinnar og fást þessi fallegu glös einmitt þar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun