Það myndu margir segja að það kæmu ekki jól fyrr en að jólasíldin frá ORA væri komin í verslanir! Það er svo gaman að leika sér með síldina og setja fallega fram á brauðsneiðum og síðan er það líka bara svo ótrúlega einfalt!

Ég útbjó einfalt og jólalegt eggjasalat til að setja undir síldina á dönsku rúgbrauði og það var fullkomin blanda!

Jólasíldin 2022
Uppskrift dugar í 8 snittur
Síldarsnittur uppskrift
- 4 sneiðar danskt rúgbrauð
- Eggjasalat (sjá uppskrift hér að neðan)
- Um ½ krukka af ORA jólasíld
- Rifsber og rósmarín til skrauts
- Skerið rúgbrauðið til helminga svo úr úr verði tveir tíglar úr hverri sneið.
- Skiptið eggjasalatinu niður og setjið næst væna sneið af síld ofan á salatið.
- Næst má taka smá af lauk, trönuberjum, piparkornum upp úr krukkunni og setja ofan á og loks skreyta með rifsberi og rósmarín.
Eggjasalat í jólafötunum
- 4 harðsoðin egg
- 80 g majónes
- 2 msk. söxuð þurrkuð trönuber
- 2 msk. saxaðar pekanhnetur
- Skerið eggin niður í eggjaskera og blandið öllu saman í skál.

Jólalegt er síðan að skreyta með rifsberjum og rósmarín.
