Beikonvafðar tígrisrækjur⌑ Samstarf ⌑
Beikonvafðar tígrisrækjur

Það er svo gaman að bjóða upp á smárétti þar sem margir litlir og ljúffengir réttir koma saman. Þá eru líka enn frekari líkur á því að allir finni eitthvað við sitt hæfi!

Rækjur og beikon

Pálínuboð þar sem vinir hittast og allir koma með eitthvað á borðið eru einnig sniðug og þessi réttur myndi einmitt henta fullkomlega í slíkt.

Risarækjur í beikoni

Mmmm….

Hvað er hægt að gera með tígrisrækjur

Beikonvafðar tígrisrækjur

25-30 stykki

 • 2 öskjur tígrisrækja frá Sælkerafiski (um 700 g)
 • 13-15 stórar beikonsneiðar
 • 70 g smjör
 • 40 g púðursykur
 • ½ msk. chipotle eða cajun krydd
 • Tilbúin hvítlaukssósa (til að bera fram með)
 1. Hitið ofninn í 200°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
 2. Bræðið smjör og sykur saman í potti við vægan hita þar til sykurinn leysist upp og hrærið kryddinu þá saman við.
 3. Affrystið, skolið og þerrið rækjurnar.
 4. Skerið beikonsneiðar í tvo hluta og vefjið hverri rækju þétt inn í beikon.
 5. Raðið á bökunarplötuna og penslið með rúmlega helmingnum af smjörblöndunni.
 6. Setjið í ofninn í 15 mínútur, takið út og penslið aftur með smjörblöndu. Stillið á grill (200°C) og setjið aftur inn í ofninn í um 5 mínútur til viðbótar.
 7. Berið fram með hvítlaukssósu.
Tígrisrækjur frá Sælkerafiski eru þær allra bestu

Þessar rækjur eru dásamlegar, bæði djúsí og smá „spæsí“ um leið og hvítlaukssósan mildar þetta og fullkomnar síðan allt.

Hvernig eldar maður risarækjur?

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun