Þessi brownie var algjört lostæti! Svakalega djúsí og rjóminn æðislegur, berin toppuðu þetta síðan allt!

Við buðum upp á þessa köku í eftirrétt þegar vinir okkar komu í jólaboð um síðustu helgi og allir voru á einu máli um það að hún væri svakalega góð.

Brownie með sérrírjóma og ávöxtum
Brownie kaka uppskrift
- 1 pakki Royal búðingur með súkkulaði (duftið)
- 70 g hveiti
- ½ tsk. matarsódi
- ½ tsk. salt
- 120 g brætt smjör
- 130 g púðursykur
- 2 egg
- 1 tsk. vanilludropar
- 80 g súkkulaðidropar
- Hitið ofninn í 180°C.
- Klæðið um 20 cm smelluform að innan með bökunarpappír og spreyið það með matarolíuspreyi.
- Hrærið búðingsdufti, hveiti, matarsóda og salti saman í hrærivélarskálinni.
- Pískið næst brætt smjör, púðursykur, egg og vanilludropa saman í annarri skál og blandið saman við þurrefnin á lágum hraða, skafið niður á milli og hrærið aðeins stutta stund.
- Að lokum má vefja súkkulaðidropunum saman við með sleikju og hella í formið.
- Bakið síðan í 22-25 mínútur og leyfið kökunni alveg að kólna áður en þið toppið hana með rjóma og ávöxtum.
Sérrírjómi og skeyting
- 250 ml rjómi
- 1 msk. sérrí
- 2 msk. flórsykur
- Jarðarber
- Hindber
- Brómber
- Setjið rjóma, sérrí og flórsykur í hrærivélarskálina og þeytið þar til stíft.
- Smyrjið yfir kökuna og toppið með berjum.

Ég hef aldrei sett búðing í brownie áður, aðeins venjulega svampbotna og almáttugur, hann gerir greinilega allar kökur betri!

Falleg er hún!
